Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 20:00 Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. Hún hafði barist við krabbamein undanfarin rúm tvö ár þegar hún lést. Ólöf Nordal fæddist í Reykjavík hinn 3. desember árið 1966 og var því rétt rúmlega fimmtug þegar hún lést. Hún var dóttir Jóhannesar Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og húsmóður. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Vinsældir Ólafar innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar. Þar naut hún afgerandi trausts og fékk ætíð yfirburðakosningu þegar hún bauð sig fram til embætta innan flokksins sem og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2010 og gengdi því embætti til ársins 2013. Ólöf bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gengdi því til dauðadags.Vísir/AntonÓlöf var fyrst kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi árið 2007. Þá bjó hún ásamt Tómasi Má Sigurðssyni eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir austan en þau eiga saman fjögur börn á aldrinum tólf til tuttugu og fimm ára. Í þingkosningunum árið 2009 var hún kosin á þing fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í lok kjörtímabils árið 2013 ákvað Ólöf að taka sér hlé frá stjórnmálum og var því ekki í framboði í kosningunum árið 2013.Kölluð í ráðherrastól Það er hins vegar til marks um það traust sem Ólöf naut innan flokksins að þegar harðnaði á dalnum og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í desember 2014, kallaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins Ólöfu til leiks til að taka við embætti innanríkisráðherra. Fjórum mánuðum áður hafði Ólöf sjálf greint frá því opinberlega að hún hefði greinst með krabbamein og gengist undir aðgerð og eftirmeðferð. Hún barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hikaði ekki við að koma fram með lítið hár eftir lyfjameðferð og að henni lokinni náði hún sér á strik. En í janúar árið 2016 greindi hún frá því að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og hóf lyfjameðferð á ný.Var ánægð með störf ríkisstjórnarinnarÓlöf bauð sig síðast fram til Alþingis í kosningunum hinn 29. október síðast liðinn. En nokkrum vikum fyrir kosningar veiktist hún alvarlega vegna sýkingar en var útskrifuð nokkrum vikum síðar. Við stjórnarskiptin á Bessastöðum hinn 11. janúar sat Ólöf Nordal sinn síðasta ríkisráðsfund og sagði eftir þann fund. „Ég er bara mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingju. Þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt. Merkilegur tími.“Þú hefðir ekki viljað halda áfram að vera ráðherra?„Ég vil nú fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður ætlar að vera ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðina rétta.“Þannig að þú ert í fyrsta sæti núna sjálf?„Já, já ég er það. Ég held að allir skilji það,“ sagði Ólöf heitin Nordal. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í dag og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. Hún hafði barist við krabbamein undanfarin rúm tvö ár þegar hún lést. Ólöf Nordal fæddist í Reykjavík hinn 3. desember árið 1966 og var því rétt rúmlega fimmtug þegar hún lést. Hún var dóttir Jóhannesar Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og húsmóður. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Vinsældir Ólafar innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar. Þar naut hún afgerandi trausts og fékk ætíð yfirburðakosningu þegar hún bauð sig fram til embætta innan flokksins sem og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2010 og gengdi því embætti til ársins 2013. Ólöf bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gengdi því til dauðadags.Vísir/AntonÓlöf var fyrst kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi árið 2007. Þá bjó hún ásamt Tómasi Má Sigurðssyni eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir austan en þau eiga saman fjögur börn á aldrinum tólf til tuttugu og fimm ára. Í þingkosningunum árið 2009 var hún kosin á þing fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í lok kjörtímabils árið 2013 ákvað Ólöf að taka sér hlé frá stjórnmálum og var því ekki í framboði í kosningunum árið 2013.Kölluð í ráðherrastól Það er hins vegar til marks um það traust sem Ólöf naut innan flokksins að þegar harðnaði á dalnum og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í desember 2014, kallaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins Ólöfu til leiks til að taka við embætti innanríkisráðherra. Fjórum mánuðum áður hafði Ólöf sjálf greint frá því opinberlega að hún hefði greinst með krabbamein og gengist undir aðgerð og eftirmeðferð. Hún barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hikaði ekki við að koma fram með lítið hár eftir lyfjameðferð og að henni lokinni náði hún sér á strik. En í janúar árið 2016 greindi hún frá því að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og hóf lyfjameðferð á ný.Var ánægð með störf ríkisstjórnarinnarÓlöf bauð sig síðast fram til Alþingis í kosningunum hinn 29. október síðast liðinn. En nokkrum vikum fyrir kosningar veiktist hún alvarlega vegna sýkingar en var útskrifuð nokkrum vikum síðar. Við stjórnarskiptin á Bessastöðum hinn 11. janúar sat Ólöf Nordal sinn síðasta ríkisráðsfund og sagði eftir þann fund. „Ég er bara mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingju. Þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt. Merkilegur tími.“Þú hefðir ekki viljað halda áfram að vera ráðherra?„Ég vil nú fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður ætlar að vera ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðina rétta.“Þannig að þú ert í fyrsta sæti núna sjálf?„Já, já ég er það. Ég held að allir skilji það,“ sagði Ólöf heitin Nordal. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í dag og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45
Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45