Ólöf Nordal er látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal er látin, 50 ára að aldri. Vísir/Ernir Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Frá þessu var greint í æviágripi Ólafar á vef Alþingis þar sem sagði að hún hafi látist í dag. Þingfundi sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað af þessum sökum. Ólöf fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Þá lauk hún MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2002. Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári. Ólöf var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og aftur frá árinu 2015. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurÓlöf greindist með krabbamein árið 2014 og gekkst þá undir skurðaðgerð til að fjarlægja illkynja æxli. Nokkrum mánuðum síðar tók hún við embætti innanríkisráðherra. Í byrjun síðasta árs hóf hún lyfjameðferð á ný. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar síðastliðið haust en dró sig til hliðar í kosningabaráttunni til að ná bata. Á árunum 1995-1996 starfaði Ólöf í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Þá var hún deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Hún var stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við skólann 2001-2002. Ólöf starfaði sem yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004 og framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005. Þá var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna og var Ólöf framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Hún var formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Frá þessu var greint í æviágripi Ólafar á vef Alþingis þar sem sagði að hún hafi látist í dag. Þingfundi sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað af þessum sökum. Ólöf fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Þá lauk hún MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2002. Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári. Ólöf var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og aftur frá árinu 2015. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurÓlöf greindist með krabbamein árið 2014 og gekkst þá undir skurðaðgerð til að fjarlægja illkynja æxli. Nokkrum mánuðum síðar tók hún við embætti innanríkisráðherra. Í byrjun síðasta árs hóf hún lyfjameðferð á ný. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar síðastliðið haust en dró sig til hliðar í kosningabaráttunni til að ná bata. Á árunum 1995-1996 starfaði Ólöf í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Þá var hún deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Hún var stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við skólann 2001-2002. Ólöf starfaði sem yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004 og framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005. Þá var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna og var Ólöf framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Hún var formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira