Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Svavar Hávarðsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Líf er orðin þrítug og verður seld – tveimur leiguþyrlum verður skilað. Fréttablaðið/Anton Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira