Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Svavar Hávarðsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Líf er orðin þrítug og verður seld – tveimur leiguþyrlum verður skilað. Fréttablaðið/Anton Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira