Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Svavar Hávarðsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Líf er orðin þrítug og verður seld – tveimur leiguþyrlum verður skilað. Fréttablaðið/Anton Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Allur þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður endurnýjaður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármálaáætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýrihóps um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF-GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýrihópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Ein stærsta áskorun málaflokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni.Sjö þyrlur til taks til 2006 Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. Árið 2006 hætti bandaríski herinn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. Leigðar voru tvær þyrlur til viðbótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. Þrjár Super Puma björgunarþyrlur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira