New England Patriots vann Super Bowl-leikinn eftir mestu endurkomu í sögu úrslitaleiks NFL-deildarinnar. Liðið kom til baka eftir að hafa verið 25 stigum undir.
Barcelona átti svo mestu endurkomu í sögu Meistaradeildarinnar í gær. Tvö risakraftaverk í íþróttasögunni.
Velkomnir í endurkomuklúbbinn og til hamingju Barcelona skrifaði Twitter-síða Patriots til Barcelona í gær. Með fylgdu svo myndir af Neymar með Patriots-treyju og Lionel Messi með innherja Patriots, Rob Gronkowski.
Barcelona þakkaði fyrir sig. Sagði að það væri gott að eiga vini sem veittu svona mikinn innblástur en leikmenn Barcelona töluðu um að endurkoma Patriots hefði blásið þeim baráttuanda í brjóst.
Welcome to the comeback club!
— New England Patriots (@Patriots) March 8, 2017
Congrats on an unbelievable win, @FCBarcelona! pic.twitter.com/UNnEj4wMeJ