Verjandi Barkar: „Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 16:30 Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Visir/Pjetur „Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00