Verjandi Barkar: „Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 16:30 Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Visir/Pjetur „Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
„Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00