Verjandi Barkar: „Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 16:30 Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Visir/Pjetur „Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00