Enginn Bale en Kane gæti spilað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Kane og Ronaldo eftir fyrri leik liðanna. vísir/getty Það er mikið undir á Wembley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H-riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vellinum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Tottenham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Það er mikið undir á Wembley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H-riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vellinum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Tottenham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira