Félagsstofnun stúdenta tekur í notkun fjölnota matarbox til að sporna gegn matarsóun og neikvæðum umhverfisáhrifum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 11:53 20.000 einnota matarbox og 78 þúsund einnota drykkjarglös voru keypt fyrir veitingasölu HÁMU í Háskóla Íslands á síðasta ári. Vísir/Valgarður) Félagsstofnun stúdenta (FS) tekur í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum, Hámu í Háskóla Íslands. Um 4.600 skammtar af heitum mat eru seldir í Hámu í hverjum mánuði og eru fjölnota matarboxin liður í að sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum einnota umbúða og matarsóunar.Feta í fótspor Landspítalans Samkvæmt tilkynningu frá FS voru 20.000 einnota matarbox og 78 þúsund einnota drykkjarglös keypt fyrir veitingasölur Hámu árið 2016. Því var ákveðið að sporna gegn notkun einnota drykkjarmála og 5.000 fjölnota plastglös keypt fyrir Hámu. Nú er næsta skref að hefja sölu á umhverfisvænum fjölnota matarboxum sem seld verða á kostnaðarverði. Með þessum aðgerðum er vonast til að verði hægt að draga úr notkun einnota umbúða og einnig matarsóun þar sem nemendur taki frekar afgang með sér heim sem annars hefði farið í ruslið. Kemur fram í tilkynningunni að matarboxin séu vottuð samkvæmt reglugerð frá Evrópusambandinu, umhverfisvæn og algjörlega án Bisfenól A (BPA) efnasambanda. Með þessu fetar FS í fótspor Landspítalans sem hefur boðið upp á álíka matarbox í matsölum sínum með góðum árangriStefna á að skipta út einnota borðbúnaði „Félagsstofnun stúdenta hefur starfað með Háskóla Íslands í verkefnum er varða samfélagsábyrgð og umhverfisvernd. Flokkun á úrgangi hefur meðal annars verið innleidd á vegum háskólans og nú stígum við skrefinu lengra með því að sporna gegn notkun einnota umbúða eins og kostur er. Á háskólasvæðinu starfa og nema að jafnaði um 15.000 þúsund manns á hverjum degi og því mikilvægt að við séum lausnamiðuð í því að bæta umhverfi okkar.“ segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands, telur verkefnið mikilvægt skref í átt að því að lágmarka slæm umhverfisáhrif af starfsemi skólans: „Innleiðing fjölnota matarboxa hjá Hámu styður mjög vel við umhverfismarkmið Háskólans sem miða að því að koma í veg fyrir óþarfa sóun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka myndun úrgangs. Við erum því mjög ánægð með þessa nýbreytni og vonumst til að smám saman verði hægt að skipta nær öllum einnota borðbúnaði sem notaður er innan Háskólans út fyrir fjölnota búnað.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Félagsstofnun stúdenta (FS) tekur í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum, Hámu í Háskóla Íslands. Um 4.600 skammtar af heitum mat eru seldir í Hámu í hverjum mánuði og eru fjölnota matarboxin liður í að sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum einnota umbúða og matarsóunar.Feta í fótspor Landspítalans Samkvæmt tilkynningu frá FS voru 20.000 einnota matarbox og 78 þúsund einnota drykkjarglös keypt fyrir veitingasölur Hámu árið 2016. Því var ákveðið að sporna gegn notkun einnota drykkjarmála og 5.000 fjölnota plastglös keypt fyrir Hámu. Nú er næsta skref að hefja sölu á umhverfisvænum fjölnota matarboxum sem seld verða á kostnaðarverði. Með þessum aðgerðum er vonast til að verði hægt að draga úr notkun einnota umbúða og einnig matarsóun þar sem nemendur taki frekar afgang með sér heim sem annars hefði farið í ruslið. Kemur fram í tilkynningunni að matarboxin séu vottuð samkvæmt reglugerð frá Evrópusambandinu, umhverfisvæn og algjörlega án Bisfenól A (BPA) efnasambanda. Með þessu fetar FS í fótspor Landspítalans sem hefur boðið upp á álíka matarbox í matsölum sínum með góðum árangriStefna á að skipta út einnota borðbúnaði „Félagsstofnun stúdenta hefur starfað með Háskóla Íslands í verkefnum er varða samfélagsábyrgð og umhverfisvernd. Flokkun á úrgangi hefur meðal annars verið innleidd á vegum háskólans og nú stígum við skrefinu lengra með því að sporna gegn notkun einnota umbúða eins og kostur er. Á háskólasvæðinu starfa og nema að jafnaði um 15.000 þúsund manns á hverjum degi og því mikilvægt að við séum lausnamiðuð í því að bæta umhverfi okkar.“ segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands, telur verkefnið mikilvægt skref í átt að því að lágmarka slæm umhverfisáhrif af starfsemi skólans: „Innleiðing fjölnota matarboxa hjá Hámu styður mjög vel við umhverfismarkmið Háskólans sem miða að því að koma í veg fyrir óþarfa sóun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka myndun úrgangs. Við erum því mjög ánægð með þessa nýbreytni og vonumst til að smám saman verði hægt að skipta nær öllum einnota borðbúnaði sem notaður er innan Háskólans út fyrir fjölnota búnað.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira