Katrín: Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Stjörnukonan Lorina White á æfingu með Stjörnunni í gærkvöldi en það er ekki á hverju ári sem það er Evrópuleikur í nóvember á Islandi. Vísir/Vilhelm Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira