Ætlar ekki að þiggja milljónir í biðlaun eftir stutta þingsetu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla. Hún hættir á þingi um áramótin. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, á rétt á biðlaunum jafn háum þingfararkaupi í þrjá mánuði þegar hún hættir sem þingmaður um áramótin. Hún segist ekki ætla að þiggja biðlaunin. Theodóra, sem greindi frá yfirvofandi brotthvarfi sínu af þingi í Kópavogsblaðinu um helgina, ætlar að einbeita sér að sveitarstjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er einnig kjörinn bæjarfulltrúi. Þrátt fyrir að hún verði aðeins búin að vera þingmaður í rúmt ár þegar hún hættir mun hún engu að síður eiga rétt á biðlaunum til þriggja mánaða upp á 1.101.195 krónur á mánuði. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að kjörnir þingmenn þurfi ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga rétt á biðlaunum. Því skiptir engu máli hversu lengi eða stutt þeir hafa setið en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. „Sérhver þingmaður, sem hættir þingmennsku, á rétt samkvæmt lögunum, af hvaða ástæðum sem hann hættir; sjálfviljugur, tilknúinn eða hefur ekki lengur kjörfylgi,“ segir í svari Helga. Í samtali við Fréttablaðið kveðst Theodóra ekki hafa vitað af þessum rétti sínum á rúmlega 3,3 milljónum króna og kveðst hún ekki ætla að nýta sér biðlaunin. „Ég hætti um leið og þingi lýkur í desember og mun ekki þiggja nein biðlaun. Ef ég væri að þessu fyrir launin myndi ég hætta í sveitarstjórn og vera á þinginu. Ég er orðin þreytt á þessari launaumræðu, þetta snýst ekkert um það.“Ákvörðun Theodóru hefur vakið mikla athygli en hún telur að fólk hafi misskilið ummæli hennar um áhrifaleysi þingmanna á óskilvirku Alþingi. Hún hafi verið að tala fyrir hönd þingmanna almennt. Hún og þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi mótað sína stefnu í sínum flokkum og komið þeim fyrir í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Þar hef ég áhrif og er búin að koma mínu á framfæri þar, en hvernig eigum við að auka áhrif almennra þingmanna til að það verði raunverulegur árangur?“ Viðurkennir Theodóra að hún hafi haldið sig til hlés á síðasta þingi til að læra og fylgjast með hvernig öllum þeim ótalmörgu þingmálum sem þingmenn leggja fram vegnar. Henni hafi ekki litist á það sem hún sá. „En ég hef ekki rætt þetta við ráðherrana því þetta átti ekki að vera aðalatriðið. Það er að ég brenn fyrir Kópavogi og langar til að vera þar í stefnumótun og framkvæmd verkefna. Í þinginu er eitthvað allt annað.“ Á mannamáli hafi hún prófað að vera þingmaður í ár og það hafi hreinlega ekki átt við hana. „Þetta bara hentar mér ekki. Ég er góð í stefnumótun og framkvæmd verkefna og langar að vera þar. Ég er ekki góð í að vera í málstofu, hafa hátt og niðurlægja fólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Formaður Bjartrar framtíðar tekur undir. Flokkurinn ætlaði að breyta stjórnmálum en hefur ekki tekist það 28. ágúst 2017 18:45 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, á rétt á biðlaunum jafn háum þingfararkaupi í þrjá mánuði þegar hún hættir sem þingmaður um áramótin. Hún segist ekki ætla að þiggja biðlaunin. Theodóra, sem greindi frá yfirvofandi brotthvarfi sínu af þingi í Kópavogsblaðinu um helgina, ætlar að einbeita sér að sveitarstjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er einnig kjörinn bæjarfulltrúi. Þrátt fyrir að hún verði aðeins búin að vera þingmaður í rúmt ár þegar hún hættir mun hún engu að síður eiga rétt á biðlaunum til þriggja mánaða upp á 1.101.195 krónur á mánuði. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að kjörnir þingmenn þurfi ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga rétt á biðlaunum. Því skiptir engu máli hversu lengi eða stutt þeir hafa setið en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. „Sérhver þingmaður, sem hættir þingmennsku, á rétt samkvæmt lögunum, af hvaða ástæðum sem hann hættir; sjálfviljugur, tilknúinn eða hefur ekki lengur kjörfylgi,“ segir í svari Helga. Í samtali við Fréttablaðið kveðst Theodóra ekki hafa vitað af þessum rétti sínum á rúmlega 3,3 milljónum króna og kveðst hún ekki ætla að nýta sér biðlaunin. „Ég hætti um leið og þingi lýkur í desember og mun ekki þiggja nein biðlaun. Ef ég væri að þessu fyrir launin myndi ég hætta í sveitarstjórn og vera á þinginu. Ég er orðin þreytt á þessari launaumræðu, þetta snýst ekkert um það.“Ákvörðun Theodóru hefur vakið mikla athygli en hún telur að fólk hafi misskilið ummæli hennar um áhrifaleysi þingmanna á óskilvirku Alþingi. Hún hafi verið að tala fyrir hönd þingmanna almennt. Hún og þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi mótað sína stefnu í sínum flokkum og komið þeim fyrir í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Þar hef ég áhrif og er búin að koma mínu á framfæri þar, en hvernig eigum við að auka áhrif almennra þingmanna til að það verði raunverulegur árangur?“ Viðurkennir Theodóra að hún hafi haldið sig til hlés á síðasta þingi til að læra og fylgjast með hvernig öllum þeim ótalmörgu þingmálum sem þingmenn leggja fram vegnar. Henni hafi ekki litist á það sem hún sá. „En ég hef ekki rætt þetta við ráðherrana því þetta átti ekki að vera aðalatriðið. Það er að ég brenn fyrir Kópavogi og langar til að vera þar í stefnumótun og framkvæmd verkefna. Í þinginu er eitthvað allt annað.“ Á mannamáli hafi hún prófað að vera þingmaður í ár og það hafi hreinlega ekki átt við hana. „Þetta bara hentar mér ekki. Ég er góð í stefnumótun og framkvæmd verkefna og langar að vera þar. Ég er ekki góð í að vera í málstofu, hafa hátt og niðurlægja fólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Formaður Bjartrar framtíðar tekur undir. Flokkurinn ætlaði að breyta stjórnmálum en hefur ekki tekist það 28. ágúst 2017 18:45 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Formaður Bjartrar framtíðar tekur undir. Flokkurinn ætlaði að breyta stjórnmálum en hefur ekki tekist það 28. ágúst 2017 18:45
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50