Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50