Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50