Melaskólastjóri fær 200 þúsund krónur frá blaðamanni Stundarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 06:33 Það blés ekki byrlega um Melaskóla í upphafi síðasta árs. ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58