Melaskólastjóri fær 200 þúsund krónur frá blaðamanni Stundarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 06:33 Það blés ekki byrlega um Melaskóla í upphafi síðasta árs. ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58