Melaskólastjóri fær 200 þúsund krónur frá blaðamanni Stundarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 06:33 Það blés ekki byrlega um Melaskóla í upphafi síðasta árs. ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58