Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðu sína: „You Ain't Seen Nothing Yet“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 20:23 „Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
„Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49
Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33