Louis van Gaal til bjargar Hollendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 13:45 Louis van Gaal stýrði síðast liði Manchester United. Vísir/Getty Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45
Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30
Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30
Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35