Rússlandsstjórn sakar stjórnarandstæðinga um lögbrot og að hvetja til ofbeldis Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2017 10:56 Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu í gær. Vísir/AFP Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stjórnarandstæðinga í landinu um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu og víðar í gær. Þeim hefur nú flestum verið sleppt eftir að hafa verið gert að greiða sekt. Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir ljóst að einhverjum ungum mótmælendum hafi heitið endurgreiðslu fjárhæðar, kæmi til þess að þeir fengju sekt fyrir mótmæli sín. Peskov sagði þó að hlustað yrði á skilaboð mótmælenda sem ekki hafi gerst brotlegir við lög. Leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, Alexei Navalny, var í hópi hinna handteknu og var hann leiddur fyrir rétt í morgun. Þar ítrekaði hann spillingarásakanir sínar á hendur forsætisráðherranum Dmitri Medvedev. Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum sem þeir saka um spillingu. Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa fordæmt fjöldahandtökurnar og segja mótmælendur hafa fullan rétt til að lýsa yfir óánægju með stjórnvöld með þessum hætti. Í frétt BBC kemur fram að mótmæli gærdagsins séu þau fjölmennustu í landinu frá mótmælunum 2011 og 2012. Navalny hvatti til mótmæla eftir að hann sagði Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans hefðu á engan hátt getað staðið straum af því öllu. Tengdar fréttir Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50 Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stjórnarandstæðinga í landinu um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu og víðar í gær. Þeim hefur nú flestum verið sleppt eftir að hafa verið gert að greiða sekt. Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir ljóst að einhverjum ungum mótmælendum hafi heitið endurgreiðslu fjárhæðar, kæmi til þess að þeir fengju sekt fyrir mótmæli sín. Peskov sagði þó að hlustað yrði á skilaboð mótmælenda sem ekki hafi gerst brotlegir við lög. Leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, Alexei Navalny, var í hópi hinna handteknu og var hann leiddur fyrir rétt í morgun. Þar ítrekaði hann spillingarásakanir sínar á hendur forsætisráðherranum Dmitri Medvedev. Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum sem þeir saka um spillingu. Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa fordæmt fjöldahandtökurnar og segja mótmælendur hafa fullan rétt til að lýsa yfir óánægju með stjórnvöld með þessum hætti. Í frétt BBC kemur fram að mótmæli gærdagsins séu þau fjölmennustu í landinu frá mótmælunum 2011 og 2012. Navalny hvatti til mótmæla eftir að hann sagði Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans hefðu á engan hátt getað staðið straum af því öllu.
Tengdar fréttir Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50 Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50
Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10