Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2017 12:10 Lögreglumenn handtaka ungan mann á mótmælum í miðborg Moskvu í dag. Yfirvöld veittu ekki heimild til mótmælanna. Vísir/EPA Tugir mótmælenda voru handteknir á mótmælum sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til víða um Rússland í dag. Krafa mótmælenda var afsögn Dmitrís Medvedev, forsætisráðherra, vegna spillingar.Washington Post segir að mótmælin í dag séu þau umfangsmestu í Rússlandi frá því að götumótmæli áttu sér stað árin 2011 og 2012 í kjölfar ásakana um kosningasvindl. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir flestum mótmælunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní hvatti til mótmælanna í kjölfar ásakana hans um að Medvedev hafi sankað að sér eignum í krafti stöðu sinnar, þar á meðal vínekrum, lúxussnekkjum og íburðarmiklum villum að andvirði meira en milljarði dollara. Rússneska ríkissjónvarpið þagði þunnu hljóði um mótmælin sem Navalní segir að hafi farið fram í fleiri en áttatíu borgum og bæjum um allt Rússland samkvæmt frétt Reuters. Navalní, sem stefnir á forsetaframboð á næsta ári, hefur sjálfur verið rannsakaður vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. Hann segir rannsóknirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Hlaut hann dóm fyrir fjárdrátt árið 2013 en Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að hann hefði ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar. Hæstiréttur Rússlands fyrirskipaði í nóvember að réttað skyldi aftur yfir Navalní. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði. Dómurinn gerir honum ókleift að bjóða sig fram til forseta samkvæmt rússneskum lögum.Uppfært 12:16:Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Alexii Navalní hafi verið handtekinn í mótmælum í Moskvu. Mótmælendur hafi reynt að koma í veg fyrir að Navalní væri fluttur burt í lögreglubíl. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Tugir mótmælenda voru handteknir á mótmælum sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til víða um Rússland í dag. Krafa mótmælenda var afsögn Dmitrís Medvedev, forsætisráðherra, vegna spillingar.Washington Post segir að mótmælin í dag séu þau umfangsmestu í Rússlandi frá því að götumótmæli áttu sér stað árin 2011 og 2012 í kjölfar ásakana um kosningasvindl. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir flestum mótmælunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní hvatti til mótmælanna í kjölfar ásakana hans um að Medvedev hafi sankað að sér eignum í krafti stöðu sinnar, þar á meðal vínekrum, lúxussnekkjum og íburðarmiklum villum að andvirði meira en milljarði dollara. Rússneska ríkissjónvarpið þagði þunnu hljóði um mótmælin sem Navalní segir að hafi farið fram í fleiri en áttatíu borgum og bæjum um allt Rússland samkvæmt frétt Reuters. Navalní, sem stefnir á forsetaframboð á næsta ári, hefur sjálfur verið rannsakaður vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. Hann segir rannsóknirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Hlaut hann dóm fyrir fjárdrátt árið 2013 en Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að hann hefði ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar. Hæstiréttur Rússlands fyrirskipaði í nóvember að réttað skyldi aftur yfir Navalní. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði. Dómurinn gerir honum ókleift að bjóða sig fram til forseta samkvæmt rússneskum lögum.Uppfært 12:16:Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Alexii Navalní hafi verið handtekinn í mótmælum í Moskvu. Mótmælendur hafi reynt að koma í veg fyrir að Navalní væri fluttur burt í lögreglubíl.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila