Tveir grunnskólar fá Menningarfána Reykjavíkurborgar Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2017 18:10 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti fulltrúum skólanna Menningarfánann við líflega athöfn á Kjarvalsstöðum þar sem menningarstofnanir borgarinnar héldu stefnumót og kynntu fræðslustarf sitt á komandi skólaári. Vísir/Stefán Menningarfáni Reykjavíkurborgar var veittur í sjötta sinn í dag og kom að þessu sinni í hlut tveggja grunnskóla, Hagaskóla og Dalskóla. Þeir fengu þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með börnum og unglingum og fyrir að hlúa að listkennslu og skapandi starfi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti fulltrúum skólanna Menningarfánann við líflega athöfn á Kjarvalsstöðum þar sem menningarstofnanir borgarinnar héldu stefnumót og kynntu fræðslustarf sitt á komandi skólaári. Hagaskóli er fyrsti unglingaskólinn í borginni sem flaggar Menningarfánanum. Í skólanum skipa list- og verkgreinar veigamikinn sess. Allir nemendur hafa víðtækt val og flóru listgreina í sinni stundatöflu. Hagaskóli er í Evrópusamstarfi um nýbreytni í kennsluaðferðum og tekur þátt í ýmsum þverfaglegum verkefnum sem miða að því að örva listsköpun. Eitt þeirra felur í sér að nemendur skrifa barnasögur sem þeir fara með í leikskóla í Vesturbænum og lesa upp fyrir börnin þar. Á vorin eru þemadagar þar sem nemendur fá frjálsar hendur til listsköpunar og sýna þeir afraksturinn á uppskeruhátíðinni Listadögum. Þá setur Hagaskóli upp leikverk annað hvert ár þar sem margir unglingar fá að spreyta sig í ólíkum hlutverkum sviðslistarinnar. Dalskóli hreppir nú Menningarfánann öðru sinni, en skólinn leggur ríka áherslu á frjótt, leikandi og fræðandi skólastarf á báðum skólastigum og í frístundarstarfinu. Sköpunarkraftur og hugmyndaflug barnanna er virkjað með ríku tónlistaruppeldi, myndlistaruppeldi, daglegum samsöng, kvikmyndagerð, smiðjuvinnu og reglulegum sýningum. Áhersla er lögð á sveigjanlega kennsluhætti og samvinnu, samþættingu námsgreina, þemanám, söguaðferð, útikennsla og lýðræðislegar aðferðir þar sem börnin stjórna ferðinni og ráða útkomunni. Skólinn hefur tekið þátt í Biophilia-menntaverkefninu í mörg ár og tekið virkan þátt í Barnamenningarhátíð með sýningum og viðburðum. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Menningarfáni Reykjavíkurborgar var veittur í sjötta sinn í dag og kom að þessu sinni í hlut tveggja grunnskóla, Hagaskóla og Dalskóla. Þeir fengu þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með börnum og unglingum og fyrir að hlúa að listkennslu og skapandi starfi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti fulltrúum skólanna Menningarfánann við líflega athöfn á Kjarvalsstöðum þar sem menningarstofnanir borgarinnar héldu stefnumót og kynntu fræðslustarf sitt á komandi skólaári. Hagaskóli er fyrsti unglingaskólinn í borginni sem flaggar Menningarfánanum. Í skólanum skipa list- og verkgreinar veigamikinn sess. Allir nemendur hafa víðtækt val og flóru listgreina í sinni stundatöflu. Hagaskóli er í Evrópusamstarfi um nýbreytni í kennsluaðferðum og tekur þátt í ýmsum þverfaglegum verkefnum sem miða að því að örva listsköpun. Eitt þeirra felur í sér að nemendur skrifa barnasögur sem þeir fara með í leikskóla í Vesturbænum og lesa upp fyrir börnin þar. Á vorin eru þemadagar þar sem nemendur fá frjálsar hendur til listsköpunar og sýna þeir afraksturinn á uppskeruhátíðinni Listadögum. Þá setur Hagaskóli upp leikverk annað hvert ár þar sem margir unglingar fá að spreyta sig í ólíkum hlutverkum sviðslistarinnar. Dalskóli hreppir nú Menningarfánann öðru sinni, en skólinn leggur ríka áherslu á frjótt, leikandi og fræðandi skólastarf á báðum skólastigum og í frístundarstarfinu. Sköpunarkraftur og hugmyndaflug barnanna er virkjað með ríku tónlistaruppeldi, myndlistaruppeldi, daglegum samsöng, kvikmyndagerð, smiðjuvinnu og reglulegum sýningum. Áhersla er lögð á sveigjanlega kennsluhætti og samvinnu, samþættingu námsgreina, þemanám, söguaðferð, útikennsla og lýðræðislegar aðferðir þar sem börnin stjórna ferðinni og ráða útkomunni. Skólinn hefur tekið þátt í Biophilia-menntaverkefninu í mörg ár og tekið virkan þátt í Barnamenningarhátíð með sýningum og viðburðum.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira