Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 18:30 Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar. Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar.
Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30