Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 18:30 Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar. Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar.
Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent