Enski boltinn

Kane kominn í góðan félagsskap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane er kominn með 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Kane er kominn með 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Harry Kane var á skotskónum þegar Tottenham burstaði Bournemouth, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kane kom Tottenham í 3-0 á 48. mínútu, með sínu tuttugasta marki í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Kane komst þar með í góðra manna sem hafa skorað 20 mörk á þremur tímabilum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Hinir þrír sem hafa afrekað þetta eru Alan Shearer, Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy.

Shearer skoraði yfir 20 mörk á fjórum tímabilum á árunum 1993-97 fyrir Blackburn Rovers og Newcastle United. Hann gerði alls 121 mark í 148 leikjum á þessum fjórum árum.

Henry rauf 20 marka múrinn fimm tímabil í röð fyrir Arsenal á árunum 2001-06. Raunar skoraði hann aldrei minna en 24 mörk á tímabili á þessum árum.

Van Nistelrooy skoraði yfir 20 mörk á fyrstu þremur tímabilum sínum hjá Manchester United (2001-04). Alls skoraði Hollendingurinn 95 mörk í 150 deildarleikjum fyrir United.

Kane skoraði 21 mörk á sínu fyrsta tímabili (2014-15) sem fastamaður í liði Tottenham. Hann fylgdi því svo eftir með 25 mörkum á næsta tímabili og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar. Kane er svo kominn með 20 mörk í 24 deildarleikjum í vetur.


Tengdar fréttir

Sjöundi sigur Spurs í röð

Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með öruggum 4-0 sigri á Bournemouth í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×