Þingmaður Sjálfstæðisflokks styður ekki óbreytta tillögu um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 13:53 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Vísir/Anton „Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33