Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2017 16:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Vísir/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33