Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2017 16:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Vísir/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33