Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2017 12:30 Alþingi kemur saman í dag. Mynd/Anton Brink Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki. Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki.
Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira