Lögreglan fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31