Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 10:15 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Vísir/Pjetur Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111. Menningarnótt Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.
Menningarnótt Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira