Messi birti í dag mynd af treyjusafninu sínu á Instagram. Það er ansi tilkomumikið enda eru þar treyjur leikmanna á borð við Raúl, Thierry Henry, Pavel Nedved, Deco, Francesco Totti, Luis Suárez og Philipp Lahm.
Þá er mikið af treyjum frá öðrum Argentínumönnum eins og Sergio Agüero, Ángel Di María, Diego Milito og Pablo Aimar.
Athygli vekur að það er engin treyja frá Cristiano Ronaldo á myndinni sem Messi birti á Instagram.
Þrátt fyrir að eiga þetta flotta treyjusafn segist Messi ekki hafa það fyrir sið að skiptast á treyjum eftir leiki. Raunar hefur Messi sagt að Zinedine Zidane sé eini leikmaðurinn sem hann hefur beðið um treyju eftir leik.