Ansi margir þurfa að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er hér að skora sitt annað landsliðsmark á ferlinum í gær. Það mark var ansi laglegt. fréttablaðið/afp Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira