Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 06:58 Sibusiso Moyo flutti þjóðinni ávarp. Skjáskot Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira