Tveggja og hálfs árs fangelsi og 300 milljón króna sekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 19:54 Friðjón þarf að greiða 300 milljónir króna innan fjögurra vikna. Annrars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. vísir/vilhelm Friðrik Björgvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna Gegn einokun og 1949, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Friðjóni var jafnframt gert að greiða rúmar 307 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Annars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. Þá var eiginkona hans, Harpa Hlynsdóttir, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerðar voru upptækar tæplega fimm milljónir króna við rannsókn málsins, og fjöldi raftækja á borð við fartölvur, leikjatölvur, farsíma og fleira. Skattsvik Friðjóns nema um 100 milljónum króna. Honum var gefið að sök að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nam upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nam um 2,5 milljónum króna. Jafnframt var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Hjónin voru svo bæði ákærð fyrir peningaþvætti, en Friðjóni var gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankareikning sinn hjá Landsbankanum. Þar átti hann að hafa geymt peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikning þeirra hjóna. Að lokum var hann sakaður um að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Friðrik Björgvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna Gegn einokun og 1949, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Friðjóni var jafnframt gert að greiða rúmar 307 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Annars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. Þá var eiginkona hans, Harpa Hlynsdóttir, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerðar voru upptækar tæplega fimm milljónir króna við rannsókn málsins, og fjöldi raftækja á borð við fartölvur, leikjatölvur, farsíma og fleira. Skattsvik Friðjóns nema um 100 milljónum króna. Honum var gefið að sök að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nam upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nam um 2,5 milljónum króna. Jafnframt var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Hjónin voru svo bæði ákærð fyrir peningaþvætti, en Friðjóni var gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankareikning sinn hjá Landsbankanum. Þar átti hann að hafa geymt peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikning þeirra hjóna. Að lokum var hann sakaður um að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota.
Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28
Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01
Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17
Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27