Viðskipti innlent

Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrirtækin iStore og Buy.is kvörtuðu hvort undan öðru til Neytendastofu.
Fyrirtækin iStore og Buy.is kvörtuðu hvort undan öðru til Neytendastofu. mynd/skjáskot

Neytendastofa telur ummæli sem skrifuð voru um iStore á Facebook-síðu Buy.is í nafni fyrirtækisins hafa verið ósanngjörn gagnvart iStore og eiganda hennar. Í kjölfarið taldi Neytendastofa rétt að sekta Buy.is um 150 þúsund krónur.

Kvörtun barst frá iStore yfir ummælunum þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum en síðar birtust sambærileg ummæli á Facebook síðunni þar sem því var til viðbótar haldið fram að einokun væri á markaði og að mikil álagning sýndi græðgi stjórnenda.

Neytendastofa taldi ummælin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti.

Þar sem brotið var endurtekið, þrátt fyrir afsökunarbeiðni, og þegar litið væri til atvika í málinu taldi Neytendastofa rétt að leggja stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir brotin.

Ummæli iPhone.is í lagi
Friðjón Björgvin Gunnarsson hjá Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, forsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust rekstri Friðjóns. Friðjón taldi að með ummælunum vera brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 47/2012.

Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna. Fyrirtækjum er hins vegar ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en þeim eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinautnum.

Neytendastofa taldi ummæli fyrirsvarsmanns iPhone.is ekki vera jafn afdráttarlaus og þau ummæli sem fjallað var um í eldri ákvörðun Neytendastofu. Innihéldu eldri ummælin ásakanir og fullyrðingar um lögbrot Friðjóns. Taldi stofnunin hin nýju ummæli annars eðlis og studd fullnægjandi gögnum sem séu almenn og öllum aðgengileg.

Þótti því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummælanna og var því ekki um að ræða brot gegn eldri ákvörðun stofnunarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.