Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 19:58 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á eldhúsdegi í kvöld. vísir/stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima,“ og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem er staddur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bergen í Noregi. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Katrín sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa komið litlu í verk það sem af er kjörtímabilinu. Hún gagnrýndi nokkra sitjandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, en að mati Katrínar hefur afrakstur ríkisstjórnarflokkanna ekki verið í samræmi við loforð þeirra. „Umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar talar djarfmannlega um loftslagsmál en enn höfum við ekkert í höndum – annað en blaðamannafund þar sem hálf ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi vinna saman að aðgerðum í loftslagsmálum – og við sem héldum að þau hefðu sagt það í stjórnarsáttmála,“ sagði Katrín um Björt Ólafsdóttur. Benedikt Jóhannesson gagnrýndi Katrín meðal annars fyrir niðurskurð í framhaldsskólum og formannssetuna í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Og hvað gerir maður þá annað en að draga fram djörfustu flíkina sem maður finnur í fataskápnum og bjóða sig fram í næsta lausa embætti, í þessu tilviki embætti formanns Hollvinasamtaka MR. Verst að fjármálaráðherrann sem leggur fram meiri niðurskurðaráætlun en við höfum áður séð gagnvart framhaldsskólunum, skyldi ekki átta sig á því hversu óviðeigandi það var fyrr en framboðsfrestur var útrunninn.“Efling heilbrigðiskerfisins og hugarfarsbreyting um rekstur á samfélagi Þá sagði Katrín meðal annars nauðsynlegt að efla heilbrigðiskerfið og félagslegan rekstur þess. „Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ Í lokaorðum sínum kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu um rekstur á samfélagi. „Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“ Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima,“ og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem er staddur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bergen í Noregi. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Katrín sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa komið litlu í verk það sem af er kjörtímabilinu. Hún gagnrýndi nokkra sitjandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, en að mati Katrínar hefur afrakstur ríkisstjórnarflokkanna ekki verið í samræmi við loforð þeirra. „Umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar talar djarfmannlega um loftslagsmál en enn höfum við ekkert í höndum – annað en blaðamannafund þar sem hálf ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi vinna saman að aðgerðum í loftslagsmálum – og við sem héldum að þau hefðu sagt það í stjórnarsáttmála,“ sagði Katrín um Björt Ólafsdóttur. Benedikt Jóhannesson gagnrýndi Katrín meðal annars fyrir niðurskurð í framhaldsskólum og formannssetuna í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Og hvað gerir maður þá annað en að draga fram djörfustu flíkina sem maður finnur í fataskápnum og bjóða sig fram í næsta lausa embætti, í þessu tilviki embætti formanns Hollvinasamtaka MR. Verst að fjármálaráðherrann sem leggur fram meiri niðurskurðaráætlun en við höfum áður séð gagnvart framhaldsskólunum, skyldi ekki átta sig á því hversu óviðeigandi það var fyrr en framboðsfrestur var útrunninn.“Efling heilbrigðiskerfisins og hugarfarsbreyting um rekstur á samfélagi Þá sagði Katrín meðal annars nauðsynlegt að efla heilbrigðiskerfið og félagslegan rekstur þess. „Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ Í lokaorðum sínum kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu um rekstur á samfélagi. „Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“
Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira