Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 19:58 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á eldhúsdegi í kvöld. vísir/stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima,“ og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem er staddur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bergen í Noregi. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Katrín sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa komið litlu í verk það sem af er kjörtímabilinu. Hún gagnrýndi nokkra sitjandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, en að mati Katrínar hefur afrakstur ríkisstjórnarflokkanna ekki verið í samræmi við loforð þeirra. „Umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar talar djarfmannlega um loftslagsmál en enn höfum við ekkert í höndum – annað en blaðamannafund þar sem hálf ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi vinna saman að aðgerðum í loftslagsmálum – og við sem héldum að þau hefðu sagt það í stjórnarsáttmála,“ sagði Katrín um Björt Ólafsdóttur. Benedikt Jóhannesson gagnrýndi Katrín meðal annars fyrir niðurskurð í framhaldsskólum og formannssetuna í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Og hvað gerir maður þá annað en að draga fram djörfustu flíkina sem maður finnur í fataskápnum og bjóða sig fram í næsta lausa embætti, í þessu tilviki embætti formanns Hollvinasamtaka MR. Verst að fjármálaráðherrann sem leggur fram meiri niðurskurðaráætlun en við höfum áður séð gagnvart framhaldsskólunum, skyldi ekki átta sig á því hversu óviðeigandi það var fyrr en framboðsfrestur var útrunninn.“Efling heilbrigðiskerfisins og hugarfarsbreyting um rekstur á samfélagi Þá sagði Katrín meðal annars nauðsynlegt að efla heilbrigðiskerfið og félagslegan rekstur þess. „Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ Í lokaorðum sínum kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu um rekstur á samfélagi. „Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“ Alþingi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima,“ og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem er staddur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bergen í Noregi. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Katrín sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa komið litlu í verk það sem af er kjörtímabilinu. Hún gagnrýndi nokkra sitjandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, en að mati Katrínar hefur afrakstur ríkisstjórnarflokkanna ekki verið í samræmi við loforð þeirra. „Umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar talar djarfmannlega um loftslagsmál en enn höfum við ekkert í höndum – annað en blaðamannafund þar sem hálf ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi vinna saman að aðgerðum í loftslagsmálum – og við sem héldum að þau hefðu sagt það í stjórnarsáttmála,“ sagði Katrín um Björt Ólafsdóttur. Benedikt Jóhannesson gagnrýndi Katrín meðal annars fyrir niðurskurð í framhaldsskólum og formannssetuna í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Og hvað gerir maður þá annað en að draga fram djörfustu flíkina sem maður finnur í fataskápnum og bjóða sig fram í næsta lausa embætti, í þessu tilviki embætti formanns Hollvinasamtaka MR. Verst að fjármálaráðherrann sem leggur fram meiri niðurskurðaráætlun en við höfum áður séð gagnvart framhaldsskólunum, skyldi ekki átta sig á því hversu óviðeigandi það var fyrr en framboðsfrestur var útrunninn.“Efling heilbrigðiskerfisins og hugarfarsbreyting um rekstur á samfélagi Þá sagði Katrín meðal annars nauðsynlegt að efla heilbrigðiskerfið og félagslegan rekstur þess. „Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ Í lokaorðum sínum kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu um rekstur á samfélagi. „Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“
Alþingi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira