Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Gabríel Sighvatsson skrifar 27. ágúst 2017 16:00 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Eyþór Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira