Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður vinstri grænna. vísir/eyþór „Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
„Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira