Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður vinstri grænna. vísir/eyþór „Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Það er ekki hægt að yppta bara öxlum þó það sé júlí,“ segir Svandís Svavarsdóttir en í dag fer fram fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni hennar vegna þess að Róbert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hún segir að það hafi ekki gengið þrautalaust að boða til fundarins. „Það tók tíma og eins og stóð í Fréttablaðinu þá fannst formanninum þetta ekki mikið forgangsmál. Ég held þó að honum og öllum í samfélaginu sé ljóst að þetta er hitamál og það er samfélagsleg krafa að þingið takið þetta til skoðunar,“ segir hún en Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær undrast tímasetning fundarins en ætli ekki að standa í vegi fyrir því að fundurinn fari fram. Undir það tekur Hildur Sverrisdóttir sem á sæti í nefndinni. „Ég átta mig ekki á að þetta sé svona aðkallandi því ráðherra hefur boðað breytingar en ef það er vilji að ræða þetta núna þá er sjálfsagt að verða við því.“ Svandís segir að þó lögin séu svarthvít og miklar tilfinningar í spilunum sé full ástæða til að ræða þetta mál á vettfangi þingsins. „Lögum er ætlað að fanga mannlegt samfélag. Samfélagið er ekki vélrænt. Mannlegt samfélag snýst líka um siðferði og réttlæti og við þurfum að ná utan um það. Þarna er verið að vinna eftir lögum og reglum sem þingið setti á sínum tíma. Það er augljóst að það er ekki eins og á að vera varðandi gagnsæi og þetta ferli sem þarna er undir. Þannig við ætlum að fara yfir þetta á fundinum. Við fáum gesti frá Dómsmálaráðuneytinu, og það mun væntanlega kynna hugmyndir Dómsmálaráðherra um breytingar á lögunum. Lögmannafélagið ætlar að fara yfir hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur. Þeir hafa ekki mælt með öllum sem hafa sótt um. Þarna er munur sem þarf að fara yfir,“ segir Svandís. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, mun ekki koma fyrir fundinn enda var ekki óskað eftir því en starfsmenn ráðuneytisins munu fara yfir framkvæmdina eins og hún hefur verið. Tveir aðilar vottuðu góða hegðun Róberts en Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga. Hæstiréttur féllst á í byrjun júní að svipting lögmannsréttinda hans yrði felld niður. Forseti Íslands skrifaði undir uppreist Róberts ásamt þremur öðrum þann 16. september. Hann fékk engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira