Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 12:52 Útgangspunktur leitarinnar er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum. vísir/loftmyndir Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Aðspurður hvernig leitin fer fram segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að í rauninni sé hverjum steini snúið við á svæðinu. „Við förum ekki inn í hús en þarna er hverjum steini snúið við, farið inn í öll port og jafnvel kjallara og annað sem er opið. Það er í raun allt opnað sem hægt er að opna og við erum að leita að Birnu og/eða einhverjum vísbendingum um ferðir hennar,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi.Björgunarsveitarmenn í miðbæ Reykjavíkur í dag.vísir/eyþórFólkið þjálfað í að taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu fara framhjá flestum Fólkið sem leitar að Birnu hefur sérmenntað sig í leit að fólki og hegðun týndra. Þá hefur það jafnframt menntun, reynslu og þjálfun í því að finna og taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu kannski fara framhjá flestum, að sögn Þorsteins. Björgunarfólkið var kallað út um klukkan hálfellefu og voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir niður í bæ um klukkan ellefu.Að neðan má sjá myndband frá leitinni að Birnu í miðbæ Reykjavíkur þar sem rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að unnið sé að því að afla sem mestra upplýsinga úr eftirlitsmyndavélum. „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ sagði Grímur í samtali við fréttastofu í hádeginu.Sporhundurinn Perla ásamt Þóri þjálfara sínum.Vísir/VilhelmÖkumaður bílsins ekki enn gefið sig fram Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem sími hennar sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Aðspurður hvernig leitin fer fram segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að í rauninni sé hverjum steini snúið við á svæðinu. „Við förum ekki inn í hús en þarna er hverjum steini snúið við, farið inn í öll port og jafnvel kjallara og annað sem er opið. Það er í raun allt opnað sem hægt er að opna og við erum að leita að Birnu og/eða einhverjum vísbendingum um ferðir hennar,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi.Björgunarsveitarmenn í miðbæ Reykjavíkur í dag.vísir/eyþórFólkið þjálfað í að taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu fara framhjá flestum Fólkið sem leitar að Birnu hefur sérmenntað sig í leit að fólki og hegðun týndra. Þá hefur það jafnframt menntun, reynslu og þjálfun í því að finna og taka eftir ummerkjum og vísbendingum sem myndu kannski fara framhjá flestum, að sögn Þorsteins. Björgunarfólkið var kallað út um klukkan hálfellefu og voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir niður í bæ um klukkan ellefu.Að neðan má sjá myndband frá leitinni að Birnu í miðbæ Reykjavíkur þar sem rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að unnið sé að því að afla sem mestra upplýsinga úr eftirlitsmyndavélum. „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ sagði Grímur í samtali við fréttastofu í hádeginu.Sporhundurinn Perla ásamt Þóri þjálfara sínum.Vísir/VilhelmÖkumaður bílsins ekki enn gefið sig fram Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem sími hennar sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36