„Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 15:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fertugur og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar. Vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“ Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“
Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50