Erlenda pressan: Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2017 22:18 Okkar menn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. Vísir/Ernir Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36
Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30