Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 10:54 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag. Mynd/Samsett Ekkert samkomulag liggur fyrir á milli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er orðinn óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum, varðandi aðkomu að ráðum borgarinnar. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag sem hefst klukkan 14 í dag. Guðfinna segir í samtali við Vísi að málið muni ekki skýrast fyrr en við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag þó að hún muni tryggja það að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafi aðkomu að öllum ráðum borgarinnar. Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum.„Getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf“ Aðkoma flokksins mun hins vegar breytast vegna þess að Sveinbjörg Birna hefur sagt sig úr flokknum og á hann þá ekki rétt á fulltrúum með atkvæðisrétt í öll ráð. Hann á hins vegar rétt á áheyrnarfulltrúum í ráðin sem hafa tillögurétt og málfrelsi. „Það er þannig að við náum bara inn þessum átta fulltrúum með atkvæðisrétt ef við kjósum saman, það er Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir og Sveinbjörg, þannig að ef hún kýs ekki með okkur þá endar það þannig að við fáum áheyrnarfulltrúa í öllum ráðum,“ segir Guðfinna. Hún bendir á að ef að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir myndu kjósa með Sveinbjörgu og hún fengi þannig einhver ráð og flokkurinn önnur hefði hann ekki aðkomu að öllum ráðum. Það kemur ekki til greina þar sem það er skýr vilji borgarmálahóps Framsóknarflokksins að aðkoma hans að öllum sé tryggð. „Meirihltuinn er í raun það sterkur að atkvæðisréttur hefur hingað til ekki skipt neinu máli. Þannig að það skiptir okkur meira máli að hafa aðkomu að ráðunum heldur en atkvæðisrétt.“En hafið þið Sveinbjörg Birna komist að einhverju samkomulagi? „Ég hef ekkert heyrt í henni. Við áttum þarna fund í byrjun síðustu viku og ég hef ekkert heyrt í henni eftir þann fund. Ef það væri möguleiki að tryggja að bæði og hún hefðum aðkomu þá væri það hið besta mál en við getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf. Valið stendur á milli okkar og hennar og auðvitað veljum við okkur,“ segir Guðfinna. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á milli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er orðinn óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum, varðandi aðkomu að ráðum borgarinnar. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag sem hefst klukkan 14 í dag. Guðfinna segir í samtali við Vísi að málið muni ekki skýrast fyrr en við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag þó að hún muni tryggja það að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafi aðkomu að öllum ráðum borgarinnar. Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum.„Getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf“ Aðkoma flokksins mun hins vegar breytast vegna þess að Sveinbjörg Birna hefur sagt sig úr flokknum og á hann þá ekki rétt á fulltrúum með atkvæðisrétt í öll ráð. Hann á hins vegar rétt á áheyrnarfulltrúum í ráðin sem hafa tillögurétt og málfrelsi. „Það er þannig að við náum bara inn þessum átta fulltrúum með atkvæðisrétt ef við kjósum saman, það er Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir og Sveinbjörg, þannig að ef hún kýs ekki með okkur þá endar það þannig að við fáum áheyrnarfulltrúa í öllum ráðum,“ segir Guðfinna. Hún bendir á að ef að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir myndu kjósa með Sveinbjörgu og hún fengi þannig einhver ráð og flokkurinn önnur hefði hann ekki aðkomu að öllum ráðum. Það kemur ekki til greina þar sem það er skýr vilji borgarmálahóps Framsóknarflokksins að aðkoma hans að öllum sé tryggð. „Meirihltuinn er í raun það sterkur að atkvæðisréttur hefur hingað til ekki skipt neinu máli. Þannig að það skiptir okkur meira máli að hafa aðkomu að ráðunum heldur en atkvæðisrétt.“En hafið þið Sveinbjörg Birna komist að einhverju samkomulagi? „Ég hef ekkert heyrt í henni. Við áttum þarna fund í byrjun síðustu viku og ég hef ekkert heyrt í henni eftir þann fund. Ef það væri möguleiki að tryggja að bæði og hún hefðum aðkomu þá væri það hið besta mál en við getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf. Valið stendur á milli okkar og hennar og auðvitað veljum við okkur,“ segir Guðfinna. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00
Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20