Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir Framsókn og flugvallarvini munu verja aðkomu sína að öllum sjö manna ráðum borgarinnar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig úr flokknum í síðustu viku. Mynd/Samsett Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent