Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir Framsókn og flugvallarvini munu verja aðkomu sína að öllum sjö manna ráðum borgarinnar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig úr flokknum í síðustu viku. Mynd/Samsett Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00