Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2017 12:20 "Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum,“ segir Sveinbjörg Birna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sveinbjörgu sem send var á fjölmiðla nú í hádeginu. Segist hún ætla að starfa áfram í borgarstjórn sem óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist hún ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að bjóða sig fram undir merkjum annars flokks í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Sveinbjörg segir í yfirlýsingunni að henni finnist að Framsóknarmenn séu „sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. „Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur,“ segir Sveinbjörg Birna meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsing Sveinbjargar Birnu í heild sinni:Leiðir skiljaStjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra.Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda. Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda.Almenningur vill flokk sem þorirAlmenningur er hins vegar fljótur að átta sig á því hverjir hafa þor til að ræða málin og hverjir ekki. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru áhöld um hvort Framsóknarflokkurinn byði fram í Reykjavík. Nokkrum vikum fyrir kosningarnar fékk ég hins vegar umboð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina. Ég skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð og ásetti mér að gera mitt besta með heiðarleikann að vopni. Í kosningabaráttunni fylgdi ég heiti mínu, lét sannfæringuna ráða og árangurinn lét ekki á sér standa. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi í borginni í fjörtíu ár.Ég var kjörin af Reykvíkingum og fyrir þá hef ég starfað. Sem oddviti Framsóknar-og flugvallarvina hef ég stutt það sem vel hefur verið gert en jafnframt bent á heppilegri leiðir þegar meirihlutinn hefur villst af leið. Því miður hefur hið síðarnefnda orðið megin verkefni mitt. Ég veigra mér ekki við að ræða „viðkvæm“ mál. Ég ræði um öll mál af hreinskilni, hvort heldur í tveggja manna tali, ræðustól í borgarstjórn eða viðtölum í fjölmiðlum. Það vita kjósendur. Skiptir þá ekki máli hvort ég ræði um fjármál borgarinnar, húsnæðismál, samgöngumál, skólamál, velferðarmál eða málefni hælisleitenda. Ég stend með skoðunum mínum í stað þess að enduróma skoðanir annarra.Forystan vill sérhagsmunaflokk til sveitaÉg hef nú í tvígang átt þátt í því að Framsóknarflokkurinn hefur unnið stóra kosningasigra. Í fyrra skiptið var ég kjörinn varaþingmaður er flokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningum til Alþingis vorið 2013. Í síðara skiptið leiddi ég lista flokksins er hann vann sinn stærsta kosningasigur í borginni sl. 40 ár. Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur.Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið. Sjálf held ég ótrauð áfram. Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum. Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sveinbjörgu sem send var á fjölmiðla nú í hádeginu. Segist hún ætla að starfa áfram í borgarstjórn sem óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist hún ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að bjóða sig fram undir merkjum annars flokks í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Sveinbjörg segir í yfirlýsingunni að henni finnist að Framsóknarmenn séu „sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. „Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur,“ segir Sveinbjörg Birna meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsing Sveinbjargar Birnu í heild sinni:Leiðir skiljaStjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra.Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda. Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda.Almenningur vill flokk sem þorirAlmenningur er hins vegar fljótur að átta sig á því hverjir hafa þor til að ræða málin og hverjir ekki. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru áhöld um hvort Framsóknarflokkurinn byði fram í Reykjavík. Nokkrum vikum fyrir kosningarnar fékk ég hins vegar umboð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina. Ég skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð og ásetti mér að gera mitt besta með heiðarleikann að vopni. Í kosningabaráttunni fylgdi ég heiti mínu, lét sannfæringuna ráða og árangurinn lét ekki á sér standa. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi í borginni í fjörtíu ár.Ég var kjörin af Reykvíkingum og fyrir þá hef ég starfað. Sem oddviti Framsóknar-og flugvallarvina hef ég stutt það sem vel hefur verið gert en jafnframt bent á heppilegri leiðir þegar meirihlutinn hefur villst af leið. Því miður hefur hið síðarnefnda orðið megin verkefni mitt. Ég veigra mér ekki við að ræða „viðkvæm“ mál. Ég ræði um öll mál af hreinskilni, hvort heldur í tveggja manna tali, ræðustól í borgarstjórn eða viðtölum í fjölmiðlum. Það vita kjósendur. Skiptir þá ekki máli hvort ég ræði um fjármál borgarinnar, húsnæðismál, samgöngumál, skólamál, velferðarmál eða málefni hælisleitenda. Ég stend með skoðunum mínum í stað þess að enduróma skoðanir annarra.Forystan vill sérhagsmunaflokk til sveitaÉg hef nú í tvígang átt þátt í því að Framsóknarflokkurinn hefur unnið stóra kosningasigra. Í fyrra skiptið var ég kjörinn varaþingmaður er flokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningum til Alþingis vorið 2013. Í síðara skiptið leiddi ég lista flokksins er hann vann sinn stærsta kosningasigur í borginni sl. 40 ár. Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur.Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið. Sjálf held ég ótrauð áfram. Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum.
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu