Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 11:26 Sylgja Dögg segir að forvitnilegt væri fyrir Kára að rannsaka hvort erfðir fólks hafi áhrif á alvarleika veikinda vegna myglu. Vísir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu segir að Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, gæti reynst dýrmætur í baráttunni gegn myglusvepp með því að rannsaka hvort áhrif myglu á fólk gæti verið genatengd. Hún segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. Hún segir að Kári gæti aðstoðað við rannsóknir á því hvort veikindin tengist erfðum. Kári skrifaði grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann líkir veikindum af völdum myglusvepps við hjátrú á drauga. Greinin hefur vakið mikla athygli. „Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum,“ skrifar Kári meðal annars. Sylgja segist halda að Kári sé að vísa í mælingar á myglu, svokallaðar grómælingar. „Það hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl við heilsuvá en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin talar um rakaskemmdir í víðara samhengi. Í rauninni er það lykt og sjónrænt sem er í beinum tengslum við heilsuvá. í raun erum við ekki að mæla rétta hluti ef við erum að mæla einföld gró. Mig grunar að hann sé að vísa í þetta, án þess að ég viti hvaðan hann hefur sínar heimildir,“ segir Sylgja en rætt var við hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur skýrt fram að rakaskemmdir og mygla í húsnæði séu heilsuspillandi.“Vill rannsóknir á erfðatengslum Hún segir að ástæðan fyrir því að læknisfræði fjalli ekki mikið um þessi veikindi sé sú að það ekki nægilega vel rannsakað. „Ég vildi óska þess frekar að kári kæmi í lið með okkur að rannsaka þessa hluti því tengslin eru sönnuð og orsakasamhengið við astma en við höfum ekki í raun orsakaþáttinn fyrir öðrum áhrifum eða einkennum eða áhrifum. Það er það sem okkur vantar. En í lýðheilsulegu tilliti er alltaf mælt með því að fólk sé ekki í rakaskemmdu húsnæði því í rakaskemmdum eru líka bakteríur og annað. Þannig að tengslin við það að vera í rakaskemmdu húsnæði og heilsuáhrif eru sönnuð en það er þessi orsakaþáttur sem vantað.“ Sylgja segir að mygla sé ekki rannsökuð á réttan hátt en það sé enginn vafi um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. „Það sem að Kári gæti hjálpað okkur að skilja í vísindaheiminum er af hverju verða sumir veikari en aðrir á meðan aðrir fá vægari einkenni. Það er eitthvað sem er mjög forvitnilegt og gæti hugsanlega tengst erfðum. Það þarf að rannsaka þetta og það væri mjög ánægjulegt ef hann kæmi í þann hóp.“Vitundarvakning á Íslandi Hún segir að greiningarferlið sé flókið þegar einstaklingar veikjast vegna myglu en kenningar séu uppi um að það sé genatengt hversu alvarlega fólk veikist. Hún segir þá jafnframt ekki rétt hjá Kára að aðrar þjóðir búi í samlífi við myglu í sátt og samlyndi. „Finnar eru til dæmis að taka í gegn allt skólahúsnæði kerfisbundið með tilliti til rakamyglu. Þannig að mér þætti mjög gaman að setjast niður með Kára og ræða þetta við hann,“ segir Sylgja. Hún segir að Íslendingar séu þvert á móti langt á eftir í þessum málum. „Það er vitundarvakning hér heima, það er ekki spurning. Það er af hinu góða að við horfumst í augu við þetta. Eins og ég hef alltaf sagt, við eigum að hugsa um forvarnir. Við eigum að byggja húsin okkar betur og hugsa betur um húsin okkar. Það er það sem þetta snýst um og það er það sem við getum gert í dag á vísindalegum grunni.“ Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu segir að Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, gæti reynst dýrmætur í baráttunni gegn myglusvepp með því að rannsaka hvort áhrif myglu á fólk gæti verið genatengd. Hún segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. Hún segir að Kári gæti aðstoðað við rannsóknir á því hvort veikindin tengist erfðum. Kári skrifaði grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann líkir veikindum af völdum myglusvepps við hjátrú á drauga. Greinin hefur vakið mikla athygli. „Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum,“ skrifar Kári meðal annars. Sylgja segist halda að Kári sé að vísa í mælingar á myglu, svokallaðar grómælingar. „Það hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl við heilsuvá en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin talar um rakaskemmdir í víðara samhengi. Í rauninni er það lykt og sjónrænt sem er í beinum tengslum við heilsuvá. í raun erum við ekki að mæla rétta hluti ef við erum að mæla einföld gró. Mig grunar að hann sé að vísa í þetta, án þess að ég viti hvaðan hann hefur sínar heimildir,“ segir Sylgja en rætt var við hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur skýrt fram að rakaskemmdir og mygla í húsnæði séu heilsuspillandi.“Vill rannsóknir á erfðatengslum Hún segir að ástæðan fyrir því að læknisfræði fjalli ekki mikið um þessi veikindi sé sú að það ekki nægilega vel rannsakað. „Ég vildi óska þess frekar að kári kæmi í lið með okkur að rannsaka þessa hluti því tengslin eru sönnuð og orsakasamhengið við astma en við höfum ekki í raun orsakaþáttinn fyrir öðrum áhrifum eða einkennum eða áhrifum. Það er það sem okkur vantar. En í lýðheilsulegu tilliti er alltaf mælt með því að fólk sé ekki í rakaskemmdu húsnæði því í rakaskemmdum eru líka bakteríur og annað. Þannig að tengslin við það að vera í rakaskemmdu húsnæði og heilsuáhrif eru sönnuð en það er þessi orsakaþáttur sem vantað.“ Sylgja segir að mygla sé ekki rannsökuð á réttan hátt en það sé enginn vafi um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. „Það sem að Kári gæti hjálpað okkur að skilja í vísindaheiminum er af hverju verða sumir veikari en aðrir á meðan aðrir fá vægari einkenni. Það er eitthvað sem er mjög forvitnilegt og gæti hugsanlega tengst erfðum. Það þarf að rannsaka þetta og það væri mjög ánægjulegt ef hann kæmi í þann hóp.“Vitundarvakning á Íslandi Hún segir að greiningarferlið sé flókið þegar einstaklingar veikjast vegna myglu en kenningar séu uppi um að það sé genatengt hversu alvarlega fólk veikist. Hún segir þá jafnframt ekki rétt hjá Kára að aðrar þjóðir búi í samlífi við myglu í sátt og samlyndi. „Finnar eru til dæmis að taka í gegn allt skólahúsnæði kerfisbundið með tilliti til rakamyglu. Þannig að mér þætti mjög gaman að setjast niður með Kára og ræða þetta við hann,“ segir Sylgja. Hún segir að Íslendingar séu þvert á móti langt á eftir í þessum málum. „Það er vitundarvakning hér heima, það er ekki spurning. Það er af hinu góða að við horfumst í augu við þetta. Eins og ég hef alltaf sagt, við eigum að hugsa um forvarnir. Við eigum að byggja húsin okkar betur og hugsa betur um húsin okkar. Það er það sem þetta snýst um og það er það sem við getum gert í dag á vísindalegum grunni.“
Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00
Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00