Það verði regla fremur en undantekning að opinberar framkvæmdir standist áætlanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:15 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni. Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni.
Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira