Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 13:45 Theodór Elmar og Kristinn Jónsson í baráttunni í Kína. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira