Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 14:53 Heimir Hallgrísmson á hliðarlínunni í rigningunni í Nanning í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30