Söguleg frumraun Alberts: Fjórði ættliðurinn sem spilar A-landsleik fyrir Ísland Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:45 Albert Guðmundsson er kannski framtíð íslenska landsliðsins. vísir/getty Albert Guðmundsson, 19 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, kom inn á sem varamaður á 90. mínútu þegar Ísland lagði Kína, 2-0, í Kínabikarnum í Nanning í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur Alberts sem á að baki í heildina 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var einn fjögurra nýliða sem fengu sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í dag. Þessi fyrsti leikur Alberts er heldur betur sögulegur og þá sérstaklega fyrir fjölskyldu hans en óhætt er að segja að hann sé af miklum fótboltaættum. Hann varð í dag fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu sem spilar A-landsleik fyrir íslenska landsliðið. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem bæði spiluðu A-landsleiki fyrir Ísland. Móðir hans spilaði fjóra leiki frá 1996-1997 en Guðmundur spilaði tíu leiki og skoraði tvö mörk frá 1994-2001. Faðir Kristbjargar og afi Alberts er markavélin Ingi Björn Albertsson sem átti markametið í efstu deild áður en Tryggvi Guðmundsson hirti það af honum. Ingi Björn spilaði fimmtán A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk á árunum 1971-1979. Pabbi Inga Björns, afi Kristbjargar og langafi Alberts Guðmundssonar er alnafni hans, Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Sú mikla goðsögn spilaði sex landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 1946-1958. Albert er fæddur árið 1997 en hann fór til Heerenveen í Hollandi árið 2013 en var keyptur til PSV Eindhoven sumarið 2015 þar sem hann spilar nú með varaliði félagsins.Fjórir ættliðir í íslenska landsliðinu:Fyrstur: Albert Guðmundsson 6 A-landsleikir, 2 mörk frá 1946-1958Annar: Ingi Björn Albertsson 15 A-landsleikir, 2 mörk frá 1971-1979Þriðju: Kristbjörg Helga Ingadóttir 4 A-landsleikir, 0 mörk 1996 Guðmundur Benediktsson 10 A-landsleikir, 2 mörk frá 1994-2001Fjórði: Albert Guðmundsson 1 A-landsleikur 2017vísir/getty Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Albert Guðmundsson, 19 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, kom inn á sem varamaður á 90. mínútu þegar Ísland lagði Kína, 2-0, í Kínabikarnum í Nanning í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur Alberts sem á að baki í heildina 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var einn fjögurra nýliða sem fengu sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í dag. Þessi fyrsti leikur Alberts er heldur betur sögulegur og þá sérstaklega fyrir fjölskyldu hans en óhætt er að segja að hann sé af miklum fótboltaættum. Hann varð í dag fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu sem spilar A-landsleik fyrir íslenska landsliðið. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem bæði spiluðu A-landsleiki fyrir Ísland. Móðir hans spilaði fjóra leiki frá 1996-1997 en Guðmundur spilaði tíu leiki og skoraði tvö mörk frá 1994-2001. Faðir Kristbjargar og afi Alberts er markavélin Ingi Björn Albertsson sem átti markametið í efstu deild áður en Tryggvi Guðmundsson hirti það af honum. Ingi Björn spilaði fimmtán A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk á árunum 1971-1979. Pabbi Inga Björns, afi Kristbjargar og langafi Alberts Guðmundssonar er alnafni hans, Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Sú mikla goðsögn spilaði sex landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 1946-1958. Albert er fæddur árið 1997 en hann fór til Heerenveen í Hollandi árið 2013 en var keyptur til PSV Eindhoven sumarið 2015 þar sem hann spilar nú með varaliði félagsins.Fjórir ættliðir í íslenska landsliðinu:Fyrstur: Albert Guðmundsson 6 A-landsleikir, 2 mörk frá 1946-1958Annar: Ingi Björn Albertsson 15 A-landsleikir, 2 mörk frá 1971-1979Þriðju: Kristbjörg Helga Ingadóttir 4 A-landsleikir, 0 mörk 1996 Guðmundur Benediktsson 10 A-landsleikir, 2 mörk frá 1994-2001Fjórði: Albert Guðmundsson 1 A-landsleikur 2017vísir/getty
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti