Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2017 06:00 Enginn sérfræðingur sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið á Akureyri auglýsti lausar vorið 2015. vísir/pjetur Skortur á sérfræðilæknum á Akureyri veldur því að fólk þarf að leggjast inn á Landspítalann í Reykjavík. Sjúklingar eru því fluttir með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Fyrir helgi var sjúklingur á Akureyri fluttur til Reykjavíkur með sýkingu í eyra vegna svæsinnar eyrnabólgu. Þar sem enginn háls-, nef- og eyrnalæknir er á kvöld- og helgarvöktum á Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfti að flytja sjúklinginn með flugi til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAKSigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir að árið 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að háls-, nef- og eyrnalæknar hættu að ganga vaktir við sjúkrahúsið. Nú séu tveir læknar með þessa menntun á svæðinu og séu þeir báðir í hlutastörfum við sjúkrahúsið. Báðir vinni þeir utan sjúkrahússins á einkastofu með samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það er mikil binding fyrir tvo einstaklinga að ganga vaktir annan hvern dag allan ársins hring,“ segir Sigurður. „Það hefur verið hægt að hringja í þá ef þeir eru á staðnum og þá koma þeir oftast. Hins vegar hefur það gerst líka að það sé enginn á staðnum og því þarf að flytja sjúklinga til Reykjavíkur ef það má ekki bíða. Nú er það þannig að enginn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum er á svæðinu og verður ekki í einhverja daga í viðbót,“ bætir Sigurður við. Enginn sérfræðilæknir sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið auglýsti lausar vorið 2015. Við það tilefni sagði Sigurður að erfiðlega gengi að ráða sérgreinalækna utan höfuðborgarsvæðisins og vonast væri eftir því að útlendingar kæmu til starfa til að leysa þá stöðu sem var uppi. Yrði hægt að manna lausar stöður nyrðra myndi það bæði minnka álagið á sjúkraflug Mýflugs sem og álagið á Landspítalanum í Reykjavík, að því ógleymdu hve þægilegra það er fyrir sjúklinga að geta fengið umönnun í heimabyggð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Skortur á sérfræðilæknum á Akureyri veldur því að fólk þarf að leggjast inn á Landspítalann í Reykjavík. Sjúklingar eru því fluttir með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Fyrir helgi var sjúklingur á Akureyri fluttur til Reykjavíkur með sýkingu í eyra vegna svæsinnar eyrnabólgu. Þar sem enginn háls-, nef- og eyrnalæknir er á kvöld- og helgarvöktum á Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfti að flytja sjúklinginn með flugi til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAKSigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir að árið 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að háls-, nef- og eyrnalæknar hættu að ganga vaktir við sjúkrahúsið. Nú séu tveir læknar með þessa menntun á svæðinu og séu þeir báðir í hlutastörfum við sjúkrahúsið. Báðir vinni þeir utan sjúkrahússins á einkastofu með samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það er mikil binding fyrir tvo einstaklinga að ganga vaktir annan hvern dag allan ársins hring,“ segir Sigurður. „Það hefur verið hægt að hringja í þá ef þeir eru á staðnum og þá koma þeir oftast. Hins vegar hefur það gerst líka að það sé enginn á staðnum og því þarf að flytja sjúklinga til Reykjavíkur ef það má ekki bíða. Nú er það þannig að enginn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum er á svæðinu og verður ekki í einhverja daga í viðbót,“ bætir Sigurður við. Enginn sérfræðilæknir sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið auglýsti lausar vorið 2015. Við það tilefni sagði Sigurður að erfiðlega gengi að ráða sérgreinalækna utan höfuðborgarsvæðisins og vonast væri eftir því að útlendingar kæmu til starfa til að leysa þá stöðu sem var uppi. Yrði hægt að manna lausar stöður nyrðra myndi það bæði minnka álagið á sjúkraflug Mýflugs sem og álagið á Landspítalanum í Reykjavík, að því ógleymdu hve þægilegra það er fyrir sjúklinga að geta fengið umönnun í heimabyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira