Hörður Björgvin: Það var ekki beint slegist um miða á landsleiki Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:39 Hörður Björgvin hefur verið magnaður í síðustu leikjum vísir/anton „Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
„Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38