Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2017 16:45 Hús hjónanna er ónýtt. Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. „Það er ekki nóg með að þurfa að labba út úr húsi með fimm manna fjölskyldu á einum degi og vita ekki hvert maður á að fara þá er í rauninni ekkert ferli sem fer af stað. Fólk sem lendir í bruna fer í ferli en maður lendir ekki í neinu ferli með þetta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir sem segir áfallið mikið. Hún, og maður hennar Ingvar Ari Arason, ásamt þremur börnum þeirra en það yngsta er sjö vikna gamalt, búa nú hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Hjónin uppgötvuðu skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Í ljós komu göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt.Sjá má göt eftir veggjatítlur á myndinni.Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir„Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ segir Anna Gyða. Ofan á þetta bættist að við nánari skoðun kom í ljós að mygla fannst í þaki hússins og því ljóst að gríðarlegar framkvæmdir þarf að gera á húsinu, sem byggt var árið 1905 og er friðað. „Þannig að ef við ætluðum að gera við þetta þyrftum við að rífa alla neðri hæðina og rífa þakið þannig að það gefur auga leið að það er ekkert eftir,“ segir Anna Gyða. Þá bíða þau eftir að sjá hversu mikið tjón er á innbúinu enda sækja veggjatítlur einnig í timburhúsgögn. Ljóst er því að tjónið er gríðarlegt. Erfitt getur þó reynst að sækja bætur vegna málsins, ekki er hægt að tryggja sig gagnvart veggjatítlum og þá tekur Viðlagasjóður ekki á tjóni vegna veggjatítlna.Funda með bæjarstjóranum Anna Gyða segir að þau séu kominn lögmann í málið og leita að styrkjum og sjóðum sem hægt er að leita í vegna málsins. Þá segir Anna Gyða að einstaklingar sem lent hafi í svipuðu tjóni hafi sett í samband við fjölskylduna og segir hún að gott sé að geta leitað ráða hjá þeim. Þá eiga þau með fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna málsins enda mikið um gömul timburhús í hverfinu og vel þekkt að veggjatítlur geti farið á milli húsa. Önnur hús séu því mögulega í hættu en í hverfinu má finna mörg gömul timburhús. „Þetta kemur fleirum við en okkur, þetta kemur bænum við þar sem þetta er í miðbæ Hafnarfjarðar og það er mikið af gömlum timburhúsum í kring. Bjallan getur flogið og er smitandi. Við verðum að geta treyst á að bærinn geri eitthvað þegar önnur hús eru í smithættu.“ Þá segir Anna Gyða einkennilegt að ekki sé hægt að sækja í Viðlagasjóð enda megi hiklaust flokka veggjatítlur undir náttúruhamfarir. „Þeir eru með þetta stóra nafn en mjög þröng skilyrði sem eru náttúruhamfarir. Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir þá veit ég ekki hvað. Þetta eru dýr og þetta er altjón svipað og snjóflóð. Það á bara að flokkast undir það sama.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. „Það er ekki nóg með að þurfa að labba út úr húsi með fimm manna fjölskyldu á einum degi og vita ekki hvert maður á að fara þá er í rauninni ekkert ferli sem fer af stað. Fólk sem lendir í bruna fer í ferli en maður lendir ekki í neinu ferli með þetta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir sem segir áfallið mikið. Hún, og maður hennar Ingvar Ari Arason, ásamt þremur börnum þeirra en það yngsta er sjö vikna gamalt, búa nú hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Hjónin uppgötvuðu skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Í ljós komu göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt.Sjá má göt eftir veggjatítlur á myndinni.Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir„Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ segir Anna Gyða. Ofan á þetta bættist að við nánari skoðun kom í ljós að mygla fannst í þaki hússins og því ljóst að gríðarlegar framkvæmdir þarf að gera á húsinu, sem byggt var árið 1905 og er friðað. „Þannig að ef við ætluðum að gera við þetta þyrftum við að rífa alla neðri hæðina og rífa þakið þannig að það gefur auga leið að það er ekkert eftir,“ segir Anna Gyða. Þá bíða þau eftir að sjá hversu mikið tjón er á innbúinu enda sækja veggjatítlur einnig í timburhúsgögn. Ljóst er því að tjónið er gríðarlegt. Erfitt getur þó reynst að sækja bætur vegna málsins, ekki er hægt að tryggja sig gagnvart veggjatítlum og þá tekur Viðlagasjóður ekki á tjóni vegna veggjatítlna.Funda með bæjarstjóranum Anna Gyða segir að þau séu kominn lögmann í málið og leita að styrkjum og sjóðum sem hægt er að leita í vegna málsins. Þá segir Anna Gyða að einstaklingar sem lent hafi í svipuðu tjóni hafi sett í samband við fjölskylduna og segir hún að gott sé að geta leitað ráða hjá þeim. Þá eiga þau með fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna málsins enda mikið um gömul timburhús í hverfinu og vel þekkt að veggjatítlur geti farið á milli húsa. Önnur hús séu því mögulega í hættu en í hverfinu má finna mörg gömul timburhús. „Þetta kemur fleirum við en okkur, þetta kemur bænum við þar sem þetta er í miðbæ Hafnarfjarðar og það er mikið af gömlum timburhúsum í kring. Bjallan getur flogið og er smitandi. Við verðum að geta treyst á að bærinn geri eitthvað þegar önnur hús eru í smithættu.“ Þá segir Anna Gyða einkennilegt að ekki sé hægt að sækja í Viðlagasjóð enda megi hiklaust flokka veggjatítlur undir náttúruhamfarir. „Þeir eru með þetta stóra nafn en mjög þröng skilyrði sem eru náttúruhamfarir. Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir þá veit ég ekki hvað. Þetta eru dýr og þetta er altjón svipað og snjóflóð. Það á bara að flokkast undir það sama.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira