Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Bæjarstjóra Reykjanesbæjar líst ágætlega á vegatolla ef þeir verða til þess að flýta fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. vísir/valli Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira