Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 15:53 Bryndís Snæbjörnsdóttir, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson funduðu í dag. mynd/þroskahjálp Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“ Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“
Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15
Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03